Siðferði

 
Viðskiptalífið leikur sífellt stærra hlutverk í samfélagi okkar. Sumir halda því fram að viðskipti og siðferði eigi litla samleið. Aðrir telja mikilvægt að þeir sem stundi viðskipti séu meðvitaðir um siðferðileg álitamál og í raun sé ekki hægt að reka farsæl viðskipti til langs tíma án góðs siðferðis. Samtíminn felur í sér mikla áskorun og samfélagsleg krafa er nú um bætt vinnubrögð. Endurskoðun á hugarfari sem og verkferlum er nauðsynleg og fyrirtækjamenning og starfsaðferðir munu breytast í kjölfar uppgjörs við fortíðina.

Meðal efnisatriða sem tekin verða fyrir á námskeiðinu eru:
• merking siðferðilegra hugtaka,
• samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja,
• fagmennska, traust og siðareglur fagstétta,
• gagnrýnin hugsun


Leiðbeinandi: Guðrún Árnadóttir
Dags: 3. nóvember - 09:00 – 12:00
Staður: Sætúni 1, - 4. hæð
Fyrir hverja: Trúnaðarmenn, talsmenn og aðra sem félögin vilja senda


Félagsmálaskólinn niðurgreiðir námskeiðið um 50% . Kostnaður þátttakanda er kr. 3.300


Skráning fer fram í gegnum heimasíðu Félagsmálaskólans www.felagsmalaskoli.is
Einnig er hægt að skrá sig í síma 535 5615 og á netfangið maria@felagsmalaskoli.is

Skráningu lýkur 27. október