Seinni dagur fjármálaráðstefnu

Síðari dagur fjármálaráðstefnu sveitarfélaga er í dag. Að þessu sinni er ráðstefnan tvískipt. Í A-hluta er fjallað um kynjaða hagstjórn, atvinnuleysi, flutning málefna fatlaðs fólks, breytta fjármálastjórnun og um heildarstjórnun sveitarfélaga. Meðal fyrirlesara eru Ásdís Ásbjörnsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, og Albertína Elíasdóttir, bæjarfulltrúi hjá Ísafjarðarbæ.

Í B-hluta er fjallað um innleiðingu nýrra sveitarstjórnarlaga, eftirlitsnefnd sveitarfélaga, hlutverk Lánasjóðs sveitarfélaga, endurskoðun ársreikninga, upplýsingaveitu sveitarfélaga og innleiðingu rafrænna viðskipta. Meðal fyrirlesara er Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá sambandinu, Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri LS og Guðrún Eggertsdóttir, sérfræðingur á Hagstofu Íslands.

Erindi sem flutt verða í dag verða sett inná vefsíðu fjármálaráðstefnunnar fljótlega eftir að þau hafa verið flutt.