FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 14. febrúar 2013

Samningstíminn styttur um tvo mánuði.

BSRB hefur fyrir hönd aðildarfélaga sinna undirritað samkomulag um endurskoðun kjarasamninga við bæði fjármálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Megin inntak samkomulagsins við fjármálaráðuneyti felur í sér að samningstími kjarasamninga styttist um tvo mánuði og gildir til 31. janúar 2014. Eingreiðsla upp á 38.000 krónur færist frá 1. mars 2014 til 1. janúar 2014. Við næstu samningsgerð verður metið sjálfstætt hvernig og til hvaða sjóða 0,1% viðbótar iðngjald á að renna.

Ásamt þessu á að leggja áherslu á að vinna áfram að þeim málum sem fram koma í bókunum og fylgiskjölum sem gerðar voru í síðustu kjarasamningum.

Í endurskoðuðum samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga færist gildistími einnig fram um tvo mánuði. Aðilar eru sammála um að framlög til annað hvort fræðslusjóða/starfsmenntasjóða eða styrktar- eða sjúkrasjóða hækki um 0,1% og verður það útfært betur í næstu kjarasamningum.

Vefumsjón