Samið við SA vegna starfsmanna Orkubús Vestfjarða

Í dag var skrifað var undir framlengingu á gildandi samningi til 31. desember 2010.

Helstu efnisatriði eru:

Launataxtar hækka um 21.000.- frá   1. nóvember 2008.

1. janúar 2010 hækka laun um 2.5%

10.000.- kr eingreiðsla við gildistöku.

OV greiðir 0,13% gjald í endurhæfingarsjóð.

Foreldrar eiga rétt á 12 dögum vegna veikinda barna í stað 10  á 12 mánaða tímabili.

Framlag í styrktarsjóð BSRB hækkar úr 0,55% í 0,75% 1.  janúar 2009.

Komi til þess að forsendunefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem fjallar um framlengingu kjarasamninga í byrjum febrúar 2009 nái samkomulagi um breytingu á kjarasamningum skal sama gilda um þennan samning .

Komist forsendunefndin að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi ekki staðist og nái ekki samkomulagi um áframhaldandi gildi kjarasamninga, verður heimilt að falla frá framlengingu samningsins þegar sú niðurstaða liggur fyrir. Skal þá sá aðili sem ekki vill framlengingu samningsins skýra frá þeirri ákvörðun og fellur samningurinn þá úr gildi um næstu mánaðarmót, ella framlengist samningurinn til 31. desember 2010.