Samið við NTV um afslátt og sérstök námskeið fyrir BSRB félaga

Undirritaður hefur verið samningur á milli BSRB og Nýja tölvu- og viðskiptaskólan um afsláttakjör fyrir BSRB félaga og sérstök námskeið í Office 2007 tölvuforritum, sem er nýjasta uppfærsla af algengustu forritum fyrir PC-tölvur. Samninginn undirrituðu Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður fræðslunefndar BSRB og Jón Vignir Karlsson skólastjóri NTV.
Í samningnum felst m.a. að NTV veitir félagsmönnum og starfsmönnum aðildarfélaga og starfsmönnum BSRB 15% afslátt af öllum námskeiðum og námsbrautum sem NTV býður upp á. Ef NTV býður upp á önnur sérstök afsláttarkjör (t.d. fyrir þá sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumiðlun) þá dragast þau afsláttarkjör frá þ.e.a.s. ekki geti orðið um samanlagðan afsátt að ræða.

Þá tekur NTV að sér að skipuleggja og halda 25 „Office 2007 námskeið" samanber meðfylgjandi lýsingu á árinu 2009. Náist ekki að halda þessi 25 námskeið á árinu 2009 verða þau námskeið sem eftir eru haldin á vorönn 2010. Námskeiðin kostar 36.000 kr. á nemanda og eru öll námsgögn innifalin í því verði. Verð námskeiðsins verður uppfært 1. janúar 2010 miðað við verðlagsþróun.

 

Sjá samning BSRB og NTV

 

Sjá upplýsingar um Office 2007 námskeiðin