Samfélagsleg ábyrgð

Umræða um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur verið töluverð í hinum vestræna heimi undanfarin ár. Með aukinni hnattvæðingu hefur aukið frelsi fyrirtækja gert það að verkum að nú eru kröfur til þeirra meiri um að þau axli meiri ábyrgð á þeim áhrifum sem þau hafa, að þau virði mannréttindi, stuðli að aukinni vellíðan starfsmanna og velferð þeirra samfélaga sem þau eru hluti af. Litið hefur verið á samfélagslega ábyrgð sem fyrirbæri sem fyrirtæki taka upp einhliða. Það er hinsvegar nokkuð ljóst að fyrirtæki og opinberar stofnanir eiga ekki að skilgreina á eigin forsendum, ábyrgð sína gagnvart samfélaginu. Það á að vera hlutverk samtaka launafólks, samtaka atvinnurekenda og ríkisstjórnar að setja sameiginleg viðmið og reglur um samfélagslega ábyrgð til að vernda félagslega og efnahagslega velferð og réttindi borgaranna. Nú, sem aldrei fyrr, er tækifæri til að staldra við og fara yfir stöðuna og bæta þá þætti sem betur mega fara. Slík umræða er einnig mikilvægur hluti af því endurmati sem nú fer fram í samfélaginu. Heilbrigt samfélag kemur fyrirtækjum, opinberum stofnunum og launafólki til góða og skilar meiri hagvexti og sóknarfærum.

Leiðbeinandi: Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur

Dags: 4. mars – 09:00 – 12:00

Staður: Skeifunni 8, Mímir – símenntun

Fyrir hverja: Trúnaðarmenn, talsmenn og aðra sem félögin vilja senda

Félagsmálaskólinn niðurgreiðir námskeiðið um 50%. Kostnaður þátttakanda er kr. 3.600.

Skráning fer fram hjá Mími símenntun í síma 580 1800 og í tölvupósti anna@mimir.is. Einnig er hægt að skrá sig á vefsíðu skólans, www.felagsmalaskoli.is

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þau námskeið sem eru í boði og upplýsa aðra talsmenn sem gætu haft áhuga og þörf á að sækja þau. Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá hjá Félagsmálaskóla alþýðu í síma 53 55 600 og á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is