SAMFLOT bæjarstarfsmannafélaga fagnar því að Vestmannaeyjabær hækkar lægstu laun

Á seinustu árum hefur rekstur Vestmannaeyjabæjar gengið vel. Íbúum hefur fjölgað, samgöngur hafa verið bættar, atvinnuleysi er hverfandi og þjónusta við íbúa hefur verið aukin. Á sama tíma hefur ekki eingöngu allra leiða verið leitað til að hagræða í rekstri heldur hefur tekjugrunnur verið að styrkjast vegna góðs gengis í sjávútvegi og ferðaþjónustu. Þessi árangur hefur nú búið til svigrúm til að hækka lægstu laun starfsmanna.

Með samþykkt bæjarráðs hefur Vestmannaeyjabær því ákveðið að lágmarks launaflokkur þeirra starfsmanna Vestmannaeyjabæjar sem fá greitt samkvæmt almennum kjarasamningum STAVEY og Drífanda skuli eigi vera lægri en launaflokkur 120 að afloknum tveimur árum samfellt í starfi hjá Vestmannaeyjabæ. Breytingin mun taka gildi frá og með 1. júlí 2012.

Með þessu verður sú breyting gerð að lægstu laun hækka úr launaflokki 115 í 120. Þessi breyting kemur til með að hafa áhrif á laun 67 núverandi starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.

 

sjá nánar hér

SAMFLOT bæjarstarfsmannafélaga fagnar þessari ákvörðun stjórnenda Vestmannaeyjarbæjar og hvetur önnur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama.