Rekstri og þjónustu ríkisins hlíft

Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum í gær. Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB sagði að með þessum aðgerðum væri lögð megináhersla á tekjuhliðina og reynt að hlífa niðurskurði í rekstri og þjónustu ríkisins á næsta ári. Hann sagði það jákvætt en menn hefðu hins vegar áhyggjur af því hvað muni gerast árin 2011 og 2012.

„Stefna BSRB hefur verið að verja störfin og og þjónustustigið enda niðurskurður í almannaþjónustu og velferðarkerfinu varhugaverður á krepputímum. Það er nauðsynlegt að hafa sterka umgjörð um velferðarkerfið þegar þrengir að eins og núna," sagði Árni Stefán.