Páskavika 2011

Kæru félagar,

senn líður að úthlutun páskaviku í orlofshús félagsins.
Tímabilið er 20-27.apríl 2011.

Hægt er að sækja um Rauðarárstíg Rvk, og Munaðarnes í Borgarfirði.

Sækið um páskavikuna með því að senda póst á fosvest@fosvest.is (nafn, Heimili, Kt. símanr.) eða hringið á skrifstofu félagsins í síma 456-4407. Milli kl. 10-15. virka daga.

Leiguverð páskaviku. kr. 18.000,-

MUNAÐARNES:
Núna er Munaðarnes leigt út frá skrifstofu félagsins allt árið um kring. Hægt er að leigja viku, helgi eða daga. Tilvalið að koma við í bústaðnum á leiðinni til Reykjavíkur, slaka á í pottinum og sofa út sér þreytuna á fallegum stað. Einungis uþb 74 km til Reykjavíkur.
Vika kr. 18.000,- (föstudagur-föstudags)
Helgi kr. 11.500,- (föstudagur-sunnudags)
Dagur kr. 3.000,- (fyrir utan helgar)