Páskar í orlofshúsum félagsins

Ágætu félagar.

 

Stjórn orlofssjóðs Samflots ákvað að vera ekki með sérstaka úthlutun fyrir páskavikuna í ár til prufu heldur opna bara fyrir apríl og láta regluna "fyrstur kemur fyrstur fær" gilda. Við gerum þetta núna vegna þess að flest félögin innan Samflots hafa ekki verið með sérstaka úthlutun fyrir páskavikuna.

 

Vonandi líkar félagsmönnum vel við þessa tilraun og verða duglegir við að sækja um orlofshús og íbúðir um páskana sem fyrr.

 

Opnað verður fyrir sumarorlofstímabilið um mánaðarmótin miðjan apríl en um miðjan mars fer orlofsblaðið í póst til félagsmanna þar sem allar upplýsingar um framboðið í orlofsmálum Samflostfélagana á sumri komanda koma fram.

 

Með bestu kveðjum

 

Orlofsnefnd Samflots