Orðsending til félaga Styrktarsjóðs BSRB.

Frá og með 1. janúar 2009 mun Styrktarsjóður BSRB greiða styrk til félagsmanna vegna fæðingarorlofs. Umsækjendur þurfa sjálfir að sækja um styrkinn.
Með umsókn þarf að fylgja fæðingarvottorð frá Þjóðskrá, Borgartúni 24, 105 Reykjavík. Einnig þarf að skila inn vottorði launagreiðanda um ráðningarkjör sem útfyllist af vinnuveitanda. Styrkurinn er kr. 170.000,- miðað við fullt starf. Staðgreiðsla er dregin af styrknum.


Eyðublöðin er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins www.styrktarsjodur.bsrb.is