Orlofssjóður jóla og áramótatímabil

Á síðasta stjórnarfundi Orlofssjóðs var ákveðið að fella niður úthlutanir á jóla og áramótatímabilum. Félagsmenn geta því hringt inn og pantað þessi tímabil og greitt eigi síðar en að tveimur dögum liðnum frá bókun íbúðar/húsa.

Ekki er endurgreidd leiga vegna orlofsíbúða/húsa nema sem hér segir: endurgreitt að fullu ef hætt er við leigu með 3 vikna fyrirvara. Endurgreitt 80% af leiguverði ef hætt er við með 2 vikna fyrirvara og 50% endurgreiðsla ef hætt er við með viku fyrirvara. Engin endurgreiðsla er eftir það. Flugávísanir og gistimiðar eru ekki endurgreiddir eins og áður hefur verið.