Orlofshús á Spáni

Ágæti félagsmaður

Í dag 1. des. n.k. opnum við fyrir leiguna á flotta Spánar orlofshúsinu okkar, Mosfelli sem við höfum verið með aðgang að s.l. ár við góðar undirtektir.
Húsið er á Torrevieja rétt hjá Alicante. Við bjóðum upp á tveggja vikna leigutímabil yfir páska og sumartíma, en utan þeirra er hægt að panta sér eina viku í senn.
Félagmenn eru beðnir að skoða það vel að skiptidagar eru þriðjudagar og fyrsta tímabil er um páskana eða frá 27. mars - 10. apríl.
Síðan byrjar sumartímabilin 22. maí og eru skiptidagar eftir það 5. júní - 19. júní - 3. júlí - 17. júlí - 31. júlí - 14. ágúst - 28. ágúst 11. sept. - 25. sept.. Eftir 9. okt er hægt að panta sér vikudvöl ef félagsmenn kæra sig um og eins á tímabilinu frá 10. apríl til 22. maí og frá 2. janúar 2018 til 27. mars.

Flest flugfélög og ferðaskrifstofur eru með flug til Alicante á þriðjudögum og flest starfsmannafélög eru með skiptidag á þessum vikudegi.

Til að fá nánari upplýsingar u! m húsið og umhverfið þess, fari á inn á slóðina; www.tilspanar.is og þar má finna er allt sem vita þarf um íbúðina.

Vikan kostar 38 þúsund og tímabilið því 76 þúsund.

Með bestu kveðjum,
Guðbjörn Arngrímsson
formaður orlofsnefndar Samflots