Opnun á sumarorlofstímabili 2016

Ágætu félagsmenn. Við minnum á að opnað verður fyrir umsóknir á orlofsvef Samflots þann 10. mars þar sem opnað verður fyrir tímabilið 20. maí til 16. sept. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Úthlutun fer síðan fram þann 2. apríl og póstur fer til umsækjanda þann dag og 3. apríl. Aðeins verður hægt að sækja um vikuleigu í sumarhúsum og íbúðum á þessu tímabili en þegar úthlutun hefur farið fram og opnað hefur verið fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þá geta félagsmenn sótt um helgar- og dagsleigu í íbúðum á vegum Samflots. Orlofsblað Samflots er á leiðinni í póst og ætti að berast félagmönnum strax í næstu viku. Við hvetjum félaga til að vera duglega að nýta sér það sem í boði er. Orlofsnefnd Samflots.