Námskeið fyrir vaktavinnufólk

Stytting vinnutímans - Vatkavinnu
Í haust verður áhersla Félagsmálaskólans m.a. á styttingu vinnuvikunnar, en boðin verða námskeið um nálgun og útfærslur ólíkra starfshópa. Í næstu viku er komið að vaktavinnuhópnum en eðli málsins samkvæmt getur verið snúið að útfæra styttingu á þeim vinnustöðum. 

Skráningarfrestur rennur út í dag.

 

 - Síðasti skráningardagur -

Útfærslur á vaktavinnustöðum

Reglur um styttingu vinnutímans hjá starfsfólki í vaktavinnu geta virkað flóknar fyrir marga og erfitt að útfæra þær. Á þessu námskeiði verður farið í helstu ákvæði kjarasamninga sem snerta starfsfólk í vaktavinnu og styttingu vinnutímans, formlegt ferli og útfærslu.

Í þessu námskeiði verður sérstaklega hugað að fyrirkomulagi vaktavinnustaða og hvernig hægt er að útfæra styttingu vinnutímans án þess að skerða þjónustu vinnustaða og ganga á réttindi eða skyldur starfsmanna. 

Dags: 23. september
Staður: Guðrúnartún 1, skrifstofur ASÍ. 
Verð: 11.000. 
Leiðbeinandi: Ragnar Ólason, aðstoðarframkv.stjóri Eflingar og sérfræðingur um styttingu vinnutímans.

 

Smelltu hér til að skrá þig: https://www.felagsmalaskoli.is/course/stytting-vinnutimans-nytt-vinnufyrirkomulag-starfsfolks-i-vaktavinnu/