Námskeið fyrir vaktavinnufólk

Í næstu viku hefjast stutt námskeið fyrir starfsfólk í vaktavinnu á vegum verkefnastjórnar um betri vinnutíma í vaktavinnu og Starfsmenntar. Námskeiðin taka klukkutíma og er markmiðið að fara yfir kerfisbreytinguna í heild sinni í stuttu máli, og jafnframt leiðbeina fólki um hvernig það getur sjálft leitað sér frekari upplýsinga. Námskeiðin fara fram í gegnum Teams.

 

Inn á www. betrivinnutimi.is má nálgast nánari upplýsingar og hlekki á skráningu. Hámark á hvert námskeið er 100 manns, en ef það verður umframeftirspurn verður fleiri námskeiðum bætt við.