Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum-Fjarnám - Ísafjörður og Hólmavík

arrow

Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum-Fjarnám - Ísafjörður og Hómavík

 

Markmið 
Þessi námsleið er ætluð samstarfsfólki stjórnenda sem þurfa að búa yfir fjölbreyttri hæfni til að auðvelda framgang verkefna og tryggja efndir. Markmið með náminu er að þátttakendur læri hagnýtar aðferðir á sviði stjórnunar og samskipta til að takast á við flóknari verkefni á vinnustað og aukna ábyrgð. Einnig stefnt að því að stjórnendur hafi faglegt og úrræðagott starfsfólk sér við hlið sem getur unnið sjálfstætt og af öryggi og þannig dregið úr margskonar álagi sem fylgir auknum hraða og kröfum á vinnustað. Þátttakendur fá innsýn inn í störf og ábyrgð stjórnenda og á mikilvægi starfa innan margvíslegra stjórnunareininga á vegum ríkisins. Lögð er áhersla á sveigjanleika, sjálfstæði og skipulagshæfni þátttakenda til að geta tekist á við flókin verkefni sem kalla á yfirgripsmikla yfirsýn. Starfsfólk í stjórnunareiningum fær einnig þjálfun í samskiptafræðum til að geta komið fram fyrir hönd stjórnenda og unnið í teymum á vinnustað. Þá eiga þátttakendur að geta tekið á vafamálum og ágreiningsmálum á markvissan og uppbyggjandi hátt.

Námslýsing 
Í okkar hraða þjóðfélagi hefur þörfin fyrir gott starfsfólk í stjórnunareiningum aldrei verið meiri. Þetta starf krefst þess að starfsmaðurinn sé alltaf til taks og geti unnið hratt og fumlaust úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma. Starfsmaðurinn þarf að hafa víðtæka þekkingu á mörgum sviðum, eins og fram kemur í námsþáttunum hér að neðan. Starfsfólk í stjórnunareiningum þarf að geta hlustað á stjórnandann og hinn almenna starfsmann, miðlað málum og veitt ráðgjöf. Starfsmaðurinn þarf að geta tekið á móti skilaboðum og komið þeim til skila á rétta aðila, séð um upplýsingamiðlun innan stofnunar sem utan og oft á tíðum sett upplýsingar inn á vef. Starfsmaðurinn þarf að hafa mikla skipulagshæfileika, vera góður í samskiptum, geta starfað sjálfstætt og vera nákvæmur í vinnubrögðum. Hann þarf einnig að geta skipulagt fundi, séð um fundarboð og unnið úr fundargögnum. Öll þessi störf krefjast góðrar tölvukunnáttu og skipulagshæfni. Námið er alls 60 kst.   

Námsþættir
Kynning (2 kst) 
Fundarsköp, skilvirkir fundir og viðburðarstjórnun (4 kst) 
Uppsetning og röðun tækja og rafræn skipulagning (4 kst) 
Samskipti á vinnustað (4 kst) 
Leiðtogahæfni (4 kst) 
Líkamsbeiting og álagsstjórnun (4 kst) 
Þjónustustjórnun (8 kst) 
Gæðastjórnun (4 kst) 
Viðhorf og virkni í breytingum (4 kst) 
Hugkortagerð (e. mind manager) (4 kst) 
Upplýsinga-og skjalastjórnun (8 kst) 
Drifkraftur í teymisvinnu (4 kst) 
Framkoma og flutningur máls (4 kst) 
Mat á námi og námsleið (2 kst) 

Hér má sjá námsskrána sem er 60 stundir.

Fyrir hverja
Námið er ætlað skrifstofufólki sem vinnur mikið með stjórnendum og vill sérhæfa sig í þannig samstarfi. Þetta er nám til að treysta verklag starfsmanna í stjórnunareiningum og veita þeim viðurkenningu á framlag sitt.

Mat og fyrirkomulag náms 
Til þess að útskrifast af námskeiði þarf a.m.k. 90% mætingu og virka þátttöku í tímum. 
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum og verkefnum.

Staður og stund
4. mars - 29. apríl. Kennt á mánudögum og miðvikudögum, frá kl. 08:30 - 12:30, 4.og 6. mars en frá kl. 9:00 - 11:50 11. mars - 24. apríl og frá kl. 9:00 - 13:00, 29. apríl. 
Námskeiðið er haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7 en tekið er á móti fjarfundi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði ef næg þátttaka fæst.

Lengd
60 kst 

Umsjón 
Steinunn I. Stefánsdóttir, M.Sc. í  viðskiptafræði og í streitufræðum, Haraldur Á Hjaltason, rekstrarráðgjafi og framkvæmdastjóri hjá Artemis, Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóri IBT á Íslandi, Guðrún Sverrisdóttir, ráðgjafi í þjónustustjórnun og fleiri.

Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar

 

Verð fyrir greiðandi þátttakendur: 52.000 ISK.

 

Skráning fer fram hér http://smennt.is/smennt/namskeid/?ew_0_cat_id=27855&ew_0_p_id=22705404&courseid=1519&searchparam1=courseid=1519&coursetype=0