NOFS sendir BSRB og íslensku þjóðinni samstöðukveðju

 NOFS (Nordens Offentliganställdas Fackliga Samorganisation) sem er norrænn samstarfsvettvangur Eurec og EPSU, og BSRB er aðili að, hefur sent BSRB samstöðukveðju vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Íslendingar eiga nú við að glíma. Segir í kveðjunni að NOFS hafi verulegar áhyggjur af stöðunni hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar í heiminum.


„Þetta er afleiðing af þeirri hugmyndafræði sem hefur verið ráðandi í stórum hluta heimsins undanfarin ár. BSRB og NOFS hafa í mörg ár gagnrýnt að markaðsöflunum hefur verið gefinn allt of laus taumur án þess að yfirvöld hafi haft nægilegt eftirlit og stjórn á þróuninni. Nú er það almenningur sem fær reikninginn, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum. NOFS lýsir því yfir samstöðu og stuðningi við íslensku þjóðina. Við munum líka hvetja ríkisstjórnir okkar til að aðstoða Ísland þannig að þjóðin þurfi ekki að líða fyrir óheft frelsi markaðsaflanna."

Þá segir í kveðjunni frá NOFS að ef BSRB þurfi á stuðningi að halda muni samtökin reyna að koma til móts við þær óskir.
Undir samstöðukveðjuna rita Jan Davidsen forseti samtakanna og Kjartan Lund aðalritari.

Bréfið frá NOFS fer hér á eftir á sænsku á eftirfarandi hlekk.

www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1413/