Mosfell, Spánarhúsið 2017

Ágæti félagsmaður í aðildarfélögum Samflots

Stavey, Fos-Vest., St.Fjall. og SDS

Nú styttist í að félagsmenn fari að velta fyrir sér orlofsmögueikum næsta árs.

Eins og þið vitið þá erum við 4 bæjarstarfsmannafélög í samstarfi um orlofsmál og hefur það gengið mjög vel til þessa. Eitt af því sem við höfum boðið uppá er hús á Spáni, á Torrevieja á Costa Blanca ströndinni, í þrjú ár við miklar vinsældir.

Ykkur  sem vilja skoða þennan möguleika nánar viljum við benda á vefslóðina tilspanar.is

Þar eru allar upplýsingar um húsið og næsta nágrenni og reyndar allt sem skiptir máli.

Við viljum með þessu bréfi benda á að við opnum fyrir umsóknir fyrir komandi ár þann 1.nóvember og umsóknarfrestur er til 15.nóvember. Úthlutun fer svo fram 17.nóvember og verður þá haft samband við þá sem sóttu um. Með þessu erum við að bregðast við óskum félagsmanna sem vilja geta séð snemma hvort að þeir fái úthlutað hús á Spáni á komandi ári.

Félagsmenn fara sjálfir inná orlofsvefinn og ganga þar frá sinni umsókn.

 

Íslensku flugfélögin bjóða uppá flug til Alicante. Flugaðilar eru nánast allir með flug á þriðjudögum og því ætlum við að hafa skiptidaga á þeim dögum. Páskaleiga eru tvær vikur í senn og eins um vikurnar í júní, júlí, ágúst og september. Annan tíma ársins er hægt að leigja í viku í senn. Sjá skiptidaga á bókunarsíðu tilspanar.is.

Ef umsækjandi hefur áhuga á fleiri en einni viku utan áður tilnefnda vikna skal hann hafa samband við sitt félag til frekari upplýsinga.

Tveggja-vikna tímabilin eru þessi. Ekki hægt að fá staka viku á þessum tímabilum.

 

11.-25.apríl, páskar                        6.- 20.júní                                20.júní – 4.júlí

4.- 18.júlí                                          18.júlí- 1.ágúst                             15.- 29.ágúst

29.ágúst - 12.september              12.- 26.september  

 

Við erum með tryggar 18 vikur á árinu og í forgang á fleiri vikum ef aðsókn verður mikil.

Ath. Skiptidagar eru á þriðjudögum.

Gangi ekki allar vikurnar út í þessum umsóknarferli geta félagsmenn sótt um þær vikur sem eftir standa og gildir þá reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær. Opnað verður fyrir þann möguleika 22.nóvember.

Ég vil hvetja félagsmenn til að nýta sér þennan möguleika sem og aðra orlofsmöguleika sem við komum til með að bjóða uppá á næsta sumarorlofstímabili.

F.h. orlofsnefndar Samflots

Helga Hafsteinsdóttir

Ritari Samflots