Morgunverðarráðstefna um áfallastjórnun 11.febrúar n.k.

Vinnuvernd ehf. mun ásamt KOM – almannatengslum og Humus ehf. standa fyrir morgunverðarráðstefnu miðvikudaginn 11. febrúar.
Yfirskriftin er „þegar áfallið dynur yfir“ og kastljósinu beint að áföllum, áhrifum þeirra á ímynd fyrirtækja og heilsu og líðan starfsmanna.

Við hjá Vinnuvernd vonumst til að sjá þig!

Meðfylgjandi er dagskráin sem þú mátt gjarnan áframsenda á þá aðila sem þú telur eiga erindi.

Þegar áfallið dynur yfir!
Morgunverðarráðstefna um áfallastjórnun og fyrstu viðbrögð þegar „hið óhugsanlega gerist“ verður haldin miðvikudaginn 11. febrúar næstkomandi, frá klukkan 8:00 til 10:15, í Gullteigi B á Grand Hótel.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur röð alvarlegra áfalla dunið yfir fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana. Góður orðstír og traust ímynd, sem tekið hefur langan tíma að byggja upp, getur hrunið á svipstundu. Sömuleiðis getur áfall og langvarandi streita í kjölfarið haft skaðleg áhrif á heilsu starfsfólks og vinnugetu og þá um leið á afkomu fyrirtækis. Því er það mjög mikilvægt að stjórnendur kunni að bregðast strax við til að lágmarka mögulegan skaða og geti skapað nýjar lausnir til framtíðar.

8:00 Skráning og morgunverðarhlaðborð.
8:15 Fundarstjóri, Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, setur ráðstefnuna.
8:30 Þegar DV hringir... Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM almannatengsla ehf., ræðir um áfallastjórnun, hrun ímyndar og viðbrögð við vondri frétt.
8:45 Í auga stormsins! Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafahússins ehf., ræðir um áfallaviðbrögð og miðlar af reynslu sinni.
9:00 Þetta þarftu að vita. Högni Óskarsson, geðlæknir og eigandi Humus, ræðir langtímaáhrif áfalla á andlega og líkamlega heilsu og á vinnufærni og afkomu fyrirtækja.
9:15 Hvað getum við gert? Magnús Böðvarsson, læknir og stjórnarformaður Vinnuverndar ehf., ræðir um fyrirbyggjandi aðgerðir á vinnustað.
9:30 Pallborðsumræður – spurningar og svör. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri Kaupþings, stýrir umræðum. Þátttakendur: Frummælendur og stjórnandi.
10:15 Ráðstefnulok.

Þátttökugjald er kr. 2.500. Vinsamlegast skráið þátttöku á kom@kom.is eða hringið í síma 540 8800.