Málþing um eldri starfsmenn

Geta eldri starfsmenn verið lykillinn að velgengni fyrirtækja? Þessi spurning verður rædd og reifuð á málþingi á vegum Verkefnisstjórnar 50+ sem haldið verður í Ketilshúsi á Akureyri fimmtudaginn 25. september milli klukkan 13 og 16.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mun ávarpa málþingið og fjölmörg erindi verða flutt. Ráðstefnustjóri er Kristín Ástgeirsdóttir.

Sjá nánar um dagskrá málþingsins HÉR.