Minnum á aðalfund félagsins 14.september n.k. kl.15:00

Boðun til aðalfundar

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn á Hótel Ísafirði þann 14.september n.k. kl. 15:00.

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Ársreikningur félagsins fyrir árið 2007, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins til fundardags.

Kaffiveitingar.


Kveðja Stjórnin.