Menningarhátíð BSRB 22. maí

Árleg menningarhátíð BSRB verður haldin í þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi laugardaginn 22. maí kl.14. Á hátíðinni verður opnuð sýning á málverkum Elfars Guðna Þórðarsonar. Óskar Guðmundsson rithöfundur segir frá Snorra Sturlusyni og les úr bók sinni um Snorra og South River Band flytur tónlist. Aðgangur er ókeypis og að lokinni dagskrá eru veitingar í boði BSRB.