Mannauðssjóður Samflots
Samþykkt hefur verið að setja á laggirnar Mannauðssjóð Samflots bæjarstarfsmannafélaga sem er ætlað að styrkja sveitarfélög í símenntunarmálum starfsmanna sinna.
Greiðslur launagreiðenda í sjóðinn munu miðast við 1. mars síðastliðinn og nema 0,3% af heildarlaunagreiðslum félagsmanna.
Frekari upplýsingar um skil á greiðslum munu berast hlutaðeigandi launagreiðendum síðar en umsýsla með sjóðnum verður hjá Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Aðalstræti 24, 400 Ísafirði.
Mannauðssjóðurinn á sér ákveðna samsvörun við starfsmenntunarsjóði hliðstæðra félaga, þ.e. Mannauðssjóð KJALAR og Sveitamennt aðildarfélaga SGS. Í þessa sjóði geta vinnuveitendur sótt styrki vegna kostnaðar við símenntun starfsmanna og atriðum þeim tengdum.
Hægt er að sjá fréttabréf Sambands launanefndar sveitarfélaga í heild sinni hér.