Lítið þokast í kjarasamningaviðræðum

Lítið hefur þokast í kjarasamningaviðræðum hjá Ríkissáttasemjara. Lítið hefur verið um fundahöld og illa gengið að ná viðsemjendum að formlegum viðræðum. 

Eins og Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis segir þá eru þetta mikil vonbrigði því lengi vel var bjartsýni ríkjandi með von um breytta tíma og ný vinnubrögð.

Um 6-11 mánuðir eru liðnir frá því samningar flestra ríkis-og bæjarstarfsmanna voru lausir. Þetta er orðinn alltof langur tími og mál til komið að okkar viðsemjendur fari að setjast að samningaborðinu af alvöru. Samninganefndir okkar eru staðfastar og eru að vinna að því öllum árum að ná viðræðunum í gang hjá Ríkissáttasemjara.

Við munum deila efni af framgangi samningaviðræðna á nýju facebook síðunni okkar og einnig hér á vef F.O.S.Vest.