Lífsgæðasamningur undirritaður og verkfalli afstýrt

Samninganefnd BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitararfélaga, fyrir hönd 14 aðildarfélaga BSRB, skrifaði rétt eftir miðnætti undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambandsins með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn nær til 7000 félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögunum og gildir frá 1. apríl 2019 til 31.mars 2023. Boðum verkföllum sem áttu að hefjast á miðnætti hefur fyrir vikið verið aflýst.

 

Meðal helstu atriða kjarasamningsins er:

 

  • Stytting vinnuvikunnar sem hefur um árabil verið eitt af helstu baráttumálum BSRB. Samkomulagið felur í sér miklar lífsgæðabreytingar og er um tímamóta samkomulag að ræða

 

  • Laun hækka í samræmi við lífkjarasamninginn svokallaða

 

  • Stofnun Félagsmannasjóðs sem felur í sér 80 þúsund króna árlega greiðslu til félagsmanna

 

  • 30 daga orlof fyrir alla

 

Hinn nýi kjarasamningur verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.