Lífeyrisgáttin - Ný og greið leið að upplýsingum um öll áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum

Lífeyrissjóðir landsins opna í dag aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga tilað fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum.Sjóðfélagar fá aðgang að Lífeyrisgáttinni á heimasíðum lífeyrissjóðanna ognota þar sama aðgangsorð og gildir fyrir sjóðfélagavefi.Algengt er að fólk eigi réttindi í mörgum lífeyrissjóðum, til dæmis frá þeim tímaþegar það vann með námi hér og þar. Aðrir hafa skipt oft um starf á ferlinum og skiptþá gjarnan um lífeyrissjóð í leiðinni.Hingað til hafa sjóðfélagar fengið send yfirlit um hvar þeir eiga lífeyrisréttindi enorðið að sækja sjálfir upplýsingar um hver þau réttindi nákvæmlega eru frá fyrri tíð.Nú opnast þeim greið leið með Lífeyrisgáttinni að þessum upplýsingum.„Opið hús“ hjá lífeyrissjóðum 5. nóvember„Opið hús“ verður hjá lífeyrissjóðum landsins á þriðjudaginn, 5. nóvember 2013, tilað gefa sjóðfélögum kost á að kynna sér Lífeyrisgáttina betur og ræða umlífeyrisréttindi sín.Þennan dag hafa lífeyrissjóðirnir opið lengur en venjulega, sjá nánar á heimasíðumhvers lífeyrissjóðs.