Liðsstyrkur fer afar vel af stað

Atvinnuátaksverkefnið Liðsstyrkur hefur farið afar vel af stað. Um 600 störf hafa nú þegar verið skráð í starfabankann, þar af hefur Reykjavíkurborg skráð um 150 störf, Kópavogur um 100 og sveitarfélög á Suðurnesjum um 50. Eru það fleiri störf en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Viðbrögð atvinnurekenda á almennum markaði og opinberra aðila hafa verði mjög góð og störfin afar fjölbreytt.