Launamunur kynjanna mestur á Vestfjörðum og Vesturlandi

Frétt tekin af www.bb.is  

Kynbundinn launamunur félagsmanna BSRB er rúmlega 18,8 prósent Vestfjörðum og Vesturlandi, og er hæstur á landsvísu samkvæmt könnun félagsins á meðal fólks í hundrað prósent starfi. Gylfi Guðmundsson formaður Félags opinberra starfsmanna á Vestjörðum, segir niðurstöðurnar koma sér á óvart. „Þetta kemur okkur á óvart því við höfum staðið í baráttu ásamt öðrum að útrýma þessum launamun. Þessi vandi liggur hjá sveitarfélögunum,“ segir Gylfi. 

Samkvæmt könnuninni er launamunur kynjanna hjá hinu opinbera 13,1 prósent. Eftir landsvæðum er munurinn mismikill, en hann er minnstur á Austurlandi og hæstur á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðurlandi. Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum semur um grunnlaun starfsmanna, en sveitarfélögin ákveða greiðslur umfram grunnlaun. „Þessi mismunur er í raun óútskýrður. Hér er ekki verið að ræða um skýranlega þætti eins og yfirvinnu eða neitt þess háttar,“ segir Gylfi, en í könnuninni kemur fram að konur fái síður hlunnindi og aukagreiðslur en karla. 

„Við viljum útrýma þessum mun. Þegar ástandið er orðið svona er ljóst að eitthvað mikið er að. Ekki er verið að fara eftir stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga eða BSRB í launamálum og það er alvarlegt. Sveitarfélögin verða að skoða sín mál,“ segir Gylfi.