Laun opinberra starfsmanna halda ekki í við verðbólgu

 Verðbólga árið 2012 var 4,2% þannig að laun opinberra starfsmanna náðu ekki að halda í við verðbólgu. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir þetta miður og að mikilvægast sé að koma tökum á verðbólguna og verja þannig kaupmátt launafólks.

 

„Verðbólgan er allt of mikil og það segir sig sjálft að þegar hún hækkar meira en launavísitalan þá rýrnar kaupmátturinn. Þess vegna er brýnasta verkefnið sem stjórnvöld, atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin standa frammi fyrir að ná tökum á verðbólgunni. Eins og staðan er í dag er það mesta kjarabótin sem hægt væri að færa launafólki því lægri verðbólga hefur ekki bara jákvæð áhrif á kaupmátt launafólks heldur líka verðtryggð lán sem hækka óhóflega þegar verðbólgan er svona há.

Samkvæmt tölum hagstofunnar hækkuðu laun í fjármálaþjónustu mest, um 9%, sem þýðir fimm prósenta kjarabót umfram verðbólgu, og laun sérfræðinga hækkuðu um 7,3%, eða 3% umfram verðbólgu. Á sama tíma hækkuðu laun verkafólks um 3,1% en laun iðnaðarmanna hækkuðu um 4,3%.