Kynningarfundir um ný skólalög og nýja menntastefnu.

Kynningarfundir um ný skólalög og nýja menntastefnu
Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir kynningarfundum um ný skólalög og nýja menntastefnu í öllum landshlutum.
Ný lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjóra voru samþykkt á Alþingi í vor og hafa tekið gildi.
Ný menntastefna (www.nymenntastefna.is) er boðuð með nýjum lögum og fylgja henni margháttaðar breytingar og ný verkefni fyrir sveitarfélög. Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga tóku ákvörðun um að halda sameiginlega kynningarfundi um land allt þar sem nýju lögin eru til umræðu og áhrif þeirra á skólahald sveitarfélaga.
Sjá nánar

http://www.samband.is/news.asp?id=369&news_id=1344&type=one