Kynningarfundir um breytingar á A-deild LSR í maí 2017

Fundur verður á Hótel Ísafirði í dag kl. 16.30.  Þar sem fjallað verður um væntanlegar breytingar á A-deild LSR sem taka gildi 1. júní nk. og hver áhrif breytinganna verða á núverandi sjóðfélaga í A-deild LSR og þá sjóðfélaga sem koma nýir inn í sjóðinn eftir 01.06.2017.

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um A-deild LSR. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní 2017 með aldurstengdri réttindaávinnslu og 67 ára lífeyristökualdri. 

Áhrif breytinganna á núverandi sjóðfélaga í A-deild LSR:

  • Með framlagi ríkisins í lífeyrisaukasjóð er núverandi sjóðfélögum tryggð áfram óbreytt ávinnsla framtíðarréttinda og óbreyttan lífeyristökualdur við 65 ár.
  • Ekki verður gerð breyting á þegar áunnum réttindum núverandi sjóðfélaga við upptöku á breyttu fyrirkomulagi, hvorki þeirra sem eru í starfi í dag, byrjaðir að taka lífeyri eða eiga eldri réttindi hjá sjóðnum. Þau réttindi verða áfram reiknuð í jafnri réttindaávinnslu og miðuð við 65 ára lífeyristökualdur.
  • Ef þær forsendur sem miðað er við, m.a. forsendur um ávöxtun, ganga ekki eftir, kann í framtíðinni að koma til breytinga á áunnum réttindum, annað hvort til hækkunar eða lækkunar. Þetta á ekki við um þá sem byrjaðir eru að taka lífeyri, eða verða orðnir 60 ára við gildistöku breyttra reglna 1. júní n.k. og hafa þar af leiðandi rétt á að hefja töku lífeyris. 

Áhrif breytinganna á nýja sjóðfélaga í A-deild LSR sem hefja greiðslur í sjóðinn eftir 01.06.2017:

  • Nýir sjóðfélagar ávinna sér réttindi í aldurstengdu réttindakerfi og lífeyristökualdur verður miðaður við 67 ára aldur.

 

Nánari upplýsingar á www.lsr.is