Kynjabókhald BSRB 2011

Kynjabókhald BSRB kemur nú út öðru sinni, en að þessu sinni hefur verið bætt við upplýsingum um kynjahlutföll tilnefndra fulltrúa nefnda stjórnar og ráða á vegum BSRB. Líkt og í fyrra er þar einnig að finna gröf og línurit yfir kynskiptingu félagsmanna, stjórna aðildarfélaga, stjórnar og skipaðra fulltrúa á vegum BSRB. Breyting hefur orðið á milli kynjasamsetningar samtölu allra stjórnarmanna innan aðildarfélaganna 2011 miðað við 2010. Þar hafa konur aukið hlut sinn úr 56% í 62%. Að sama skapi hefur körlum fækkað úr 44% í 38%.

Hjá einstaka félögum er forvitnilegt að skoða hvort kynjahlutföll félagsmanna hafi breyst í ljósi mikilla hagræðingarkrafna á atvinnurekendur með tilheyrandi uppsögnum á síðastliðnu ári. Flest kynjahlutföll aðildarfélaga breyttust um 1-3% 2011 þótt meiri breytingar megi sjá hjá hluta þeirra. Þar má nefna Starfsmannafélag Hafnarfjarðar en þar jókst hlutfall kvenna um rúmlega 6% og Starsfmannafélag Kópavogs þar sem hlutfall karla jókst um tæp 6% milli ára. Mestu breytinguna var þó að sjá á Starfsmannafélagi Seltjarnarness en þar jókst hlutur karla um tæp 9,5% árið 2011.

Hér má nálgast kynjabóhald BSRB fyrir árið 2011.