Kosning trúnaðarmanna 2009

Þá fer að líða að kosningu trúnaðarmanna eigi að verða lokið. En samkvæmt 15.grein í lögum félagsins kveður á um að kosningu trúnaðarmanna skuli vera lokið fyrir 01.apríl ár hvert.

Sjá grein úr lögum félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum:

15. grein.

Í hverju sveitarfélagi þar sem starfa 3 eða fleiri félagsmenn, skal kjósa trúnaðarmann.
Í marsmánuði skal fara fram val á trúnaðarmanns er síðan skal tilkynnt félagstjórn. Velja má annan til vara. Berist eigi tilkynning um val fyrir 1. apríl skal félagstjórn skipa trúnaðarmann án tilnefningar og tilkynna það félögum á vinnustaðnum. Félagstjórn ákveður fjölda trúnaðarmanna og setur þeim starfsreglur. Velja skal úr hópi kjörinna eða skipaðra trúnaðarmanna í trúnaðarmannaráð eins og þurfa þykir.
Framkvæmdarstjórn skal á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund skipa samninganefndir og aðrar nefndir, er þurfa þykir og ekki eru kjörnar á aðalfundi.
Framkvæmdastjórn skal tilkynna skriflega viðkomandi aðilum og viðsemjendum félagsins um nefnda skipan.