Kjarasamningar samþykktir.

Kjarasamningar Samflots bæjarstarfsmannfélaga með gildistíma frá 1. júlí 2009 við ríkið annars vegar, og hins vegar við Launanefnd sveitarfélaga voru samþykktir í rafrænni kosningu daganna 10. – 13. ágúst.
Samningurinn við ríkið var samþykktur með 72,22% greiddra atkvæða, nei sögðu 20.37% og samningurinn við Launanefnd var samþykktur með 77,67% atkvæða gegn 16,70%.
Launahækkun og leiðrétting frá 1. júlí kemur til útborgunnar um næstu mánaðarmót.
Kjörnefnd Samflots.