Kjara- og viðhorfskönnun BSRB

BSRB hefur samið við Capacent Gallup um kjara- og viðhorfskönnun meðal allra aðildarfélaga bandalagsins. Hún mun verða ein af stærstu og veigamestu launa- og vinnumarkaðskönnunum landsins. Félagsmenn aðildarfélaga Samflots mega eiga von á hringingu á næstu dögum og vikum þar sem þeim verður boðin þátttaka í könnuninni. Sjálf könnunin verður svo send rafrænt út í mars og mun gagnaöflun fara fram þann mánuðinn. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt til að niðurstöðurnar nýtist félagsmönnum í baráttunni um betri kaup og kjör. Samflot bæjarstarfsmannafélaga hvetur því alla félagsmenn aðildarfélaga sinna að taka þátt í könnuninni.

Sjá nánar