Karlar í umönnunar- og kennslustörfum
Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga körlum í umönnunar og kennslustörfum á íslenskum vinnumarkaði. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 12:00 og lýkur kl. 13:30. Á milli kl. 11:45 -12:00 verða seldar veitingar á vægu verði.
Dagskrá:
12:00–12:10 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarp.
12:10–12:20 Jón Yngvi Jóhannsson, formaður starfshóps velferðarráðherra
um karla og jafnrétti. Niðurstöður skýrslu hópsins um karla og
kynbundið náms- og starfsval.
12:20–12:50 Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Karlar
í umönnunarstörfum.
12:50–13:30 Pallborðsumræður.
- Hörður Svavarsson, leikskólastjóri og fulltrúi í samráðshópi
karlkennara á leikskólastigi.
- Ólafur G. Skúlason , formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
- Hervör Alma Árnadóttir, félagsráðgjafi og lektor við Félagsráðgjafadeild
Háskóla Íslands.
- Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri öldrunarheimila
Akureyrarbæjar.
Fundarstjóri: Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðarhóps um launajafnrétti.
Vinsamlegast skráið þátttöku á fundinn hér: http://www.velferdarraduneyti.is/skraning/nr/34459
https://www.facebook.com/launajafnretti