Höldum sambandi - rafrænt!

Undanfarið ár höfum við verið að bæta rafræna þjónustu félagsins og koma til móts við kröfur nútímans. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur á þann máta sem þér þykir bestur hvort sem það er með rafrænum eða öðrum hætti og til þess eru ýmsar leiðir.

Þú getur haft samband við félagið með því að senda erindi í gegnum heimsíðuna. Þó að skrifstofan sé lokuð þá verður brugðist við erindi þínu. Eyðublaðið er mjög einfalt og fljótlegt að fylla það út auk þess sem hægt er að hengja við það nauðsynleg gögn. 

Þú getur einnig haft samband við okkur á facebook síðu F.O.S.Vest með skilaboðum eða beint frá heimasíðu með því að velja skilaboðahnappinn neðst á síðunni.

Til að auðvelda  félagsmönnum að sækja um í Starfsmenntunarsjóð F.O.S.Vest eru umsóknir núna rafrænar. Þú fyllir út sérstakt eyðublað hér á heimsíðunni og umsóknin fer til umfjöllunar hjá stjórn sjóðsins. 

Umsóknir hjá Styrktarsjóði BSRB eru rafrænar í gegnum Mínar síður. Til að sækja um hjá Styrktarsjóði BSRB skráir þú þig inn á Mínar síður sjóðsins og velur umsókn. Hér eru upplýsingar um alla styrki sjóðsins.

Skrifstofa félagsins er venjulega opin frá kl. 10:00 - 12:00 og frá kl. 13:00-15:00 alla virka daga. Sími skrifstofu er 456-4407. Tölvupóstur skrifstofu er fosvest@fosvest.is og formanns formadur@fosvest.is.