Heimild til sameiningarviðræðna.

Á aðalfundi FOS-Vest þ. 27. maí s.l. var eftirfarandi tillaga stjórnar samþykkt einróma:

Aðalfundur FOS-Vest haldinn 27. maí 2010 heimilar stjórn félagsins að fara í samningaviðræður við Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu um sameiningu félaganna.
Náist ásættanleg samstaða verði samningurinn borinn undir aðalfund félagsins til samþykktar eða synjunnar enda hafi félagsmönnum verið kynntur samningurinn fyrir aðalfund.