Grunnnám fyrir skólaliða - FRÍTT fyrir skólaliða

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum býður skólaliðum sínum á grunnnám fyrir skólaliða sem verður haldið í Fræðslumiðstöð Vestfjarða þrisvar í viku. Námið sem er 70 stundir mun byrja um miðjan oktober.
Markmiðið með náminu er að efla aðstoðarfólk leik- og grunnskóla í starfi með því að efla þeim sjálfstraust og með því að styrkja faglega hæfni þeirra í starfi.
Félagið hvetur sína skólaliða til að sækja námskeiðið sem er þeim að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025.

Sjá nánar um námskeiðið hér.