"Fyrstur kemur, fyrstur fær"

Nú er lokið við úthlutun á umsóknum um sumarorlofstímabilið. Alls sóttu 77 félagar um og 56 var úthlutað. Búið er að opna fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" og geta því félagsmenn sótt um það sem út af stendur. Stjórn orlofssjóðs hvetur félagsmenn til að skoða það sem í boði er og sérstaklega er bent á að enn eru laus tímabil í orlofshúsi á Spáni. Nánar um lausar vikur á orlofsvefnum. f.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots Guðbjörn