Fundarboð

Kæru félagar,
Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum mun kynna ný undirritaðan kjarasamning milli Samflots f.h. FOS-Vest og Launanefndar sveitafélaga.
Kynningarnar munu fara fram á eftirtöldum stöðum:

FIMMTUDAGINN 04.DESEMBER.

Patreksfirði kl. 20:00 í Þekkingasetrinu Skor. Fyrir ofan kirkjuna.

• Hólmavík. Kl. 20:00 Þróunarsetrinu. Höfðagötu 3. fyrstu hæð.

• Ísafirði. Kl. 20:00. Fræðslusetri Vestfjarða. Suðurgötu 12. (Vestrahúsinu.)

Félagar eru hvattir til að kynna sér vel nýgerðan kjarasamning í glærukynningu sem sjá má á heimasíðu félagsins www.fosvest.is og taka þátt í rafrænni kosningu sem fara mun fram dagana 8-10. desember n.k.
Kosið verður sameiginlega og rafrænt í fyrsta sinn og fá félagar bréf í pósti með helstu leiðbeiningum og rafrænan veflykil sem þarf til að geta kosið. Kosningin fer fram í tölvu og ef þú hefur ekki aðgang að tölvu, vinsamlegast hafðu samband við trúnaðarmenn eða skrifstofu félagsins sem mun aðstoða þig. Einnig verður hægt að koma á skrifstofuna milli kl. 10-15:00 8-10.desember og kjósa þar. Munið að koma með veflykilinn með ykkur.

Inn á heimasíðu félagsins og heimasíðu Samflots www.samflot.is er tengill sem heitir KOSNING og þar kemst þú inn á kjörseðil þinn og merkir við val þitt og klikkar svo á KJÓSA hnappinn. Aðeins er hægt að kjósa einu sinni.
Ef upp koma vandmál þá eru trúnaðarmenn, formaðurinn og skrifstofa þín reiðubúin að aðstoða þig.