Fundað með ráðherrum

Settir hafa verið á laggirnar nokkrir undirhópar í þríhliða viðræðum aðila vinnmarkaðarins og ríkisins. Í morgun átti hópur um heilbrigðismálin fund með heilbrigðisráðherra og á mánudag munu hópar um menntamál og samgöngumál hitta ráðherra mennta- og samgöngumála. Þá mun viðræðuhópur um málefni sveitarfélaga einnig hittast á mánudag.

Stefnt er að því að á þriðjudag eða miðvikudag muni ríkisstjórnin kynna aðgerðir vegna fjárlaga fyrir þetta ár sem eiga að skila ríkissjóði 20 milljörðum og jafnframt verði þá kynnt framtíðaráætlun ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum.