Fréttir - alþjóðamál

Starfsmenn sveitarfélaga geta nú sótt um styrki til mannaskipta og námsferða  til Norrænu ráðherranefndarinnar. Tilgangurinn er að efla samvinnu og þekkingamiðlun og tengslanet Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna þriggja.Umsóknir, sem mega vera á ensku, skulu berast fyrir 30. mars 2013.

Áætlunin er opin einstaklingum og hópum. Krafa er um samstarf a.m.k. þriggja landa; tveggja Norðurlanda og eins Eystrasaltsríkis eða eins Norðurlands og tveggja Eystrasaltsríkja. Styrkurinn getur numið allt að 70% af kostnaði.
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Eistlandi hefur umsjón með áætluninni. Upplýsingar veitir:

Madis Kanarbik, Programme Coordinator
Nordic Council of Ministers' Office in Estonia
Sími: + 372 7 423 625
Tölvupóstur: public.administration@norden.ee

Tvær umleitanir um samstarf við íslensk sveitarfélög hafa þegar borist

Menningarskrifstofa sveitarfélagsins Kekava í Lettlandi leitar samstarfsstofnunar í íslensku sveitarfélagi. Fulltrúar Kekava hafa hug á að heimsækja Ísland til að kynna sér, og skiptast á þekkingu, um aðgerðir til að fá ungmenni til þátttöku í menningarstarfi í sveitarfélögum og það hvernig opinberar stofnanir taka á málefnum ungs fólks almennt. Mótttökustofnunin mun ekki bera annan kostnað en þann sem hlýst af skipulagningu dagskrár og móttöku gestanna. 

Tengiliður:

Reinis Zobens

Kekava Municipality Culture Agency

Ķekava, Rīgas iela 26, LV-2123, Latvia

Sími: + 371 29206474

Heimasíða:  http://www.parkulturu.lv/ 

 :::::::::::::::::::::::::::::::

Sveitarfélagið Plunge í Litháen leitar einnig að sveitarfélagi til að taka á móti 5 embættismönnum. Heimsóknin hefði þekkingarmiðlun að markmiði, einkum á sviði:

  • menningarmála
  • efnags- og nýsköpunarmála
  • byggðaþróunar
  • félagsmála
  • ferðaþjónustu

Markmiðið er einnig að byggja upp samstarf til lengri tíma, e.t.v. til þátttöku í evrópskum samstarfsáætlunum.

Tengiliður:

Rasa Jonusiene

Sími: +370 618 62657

Netfang: rasa@plunge.lt

Heimasíða: http://www.plunge.lt/ 

::::::::::::::::::::::::::::::