Framhaldsaðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
Framhaldsaðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (F.O.S.Vest) verður haldinn á Hótel Ísafirði 23. október kl. 14:00. Fundurinn verður bæði staðfundur og fjarfundur.
Kosið verður um tillögu stjórnar að sameina félagið stéttarfélaginu Kili. Kosning verður leynileg og fer fram með rafrænum hætti.
Leiðbeiningar fyrir þátttöku í fjarfundi og rafræna kosningu verða sendar til þátttakenda 22. október.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 22. október á vef F.O.S.Vest, í tölvupósti á netfangið fosvest@fosvest.is eða með því að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 456-4407.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í fundinum og nýta málfrelsis-, tillögu og atkvæðisrétt.
F.O.S.Vest