Fræðslumiðstöð Vestfjarða verður með kynningu á námsframboði vorannar 2014.
Í boði er:
Smáskipanám, 115 kennslustundir. Hefst 21. janúar.
Grunnmenntaskóli, 300 kennslustundir kennt á þremur önnum. Hefst í febrúar.
Viðbótarnám í vélstjórn, 135 kennslustundir kennt á tveimur önnum, hefst seinnihlutann í janúar.
Skrifstofuskóli, 240 kennslustundir kennt á tveimur önnum, hefst í febrúar.
Vélgæsla, 85 kennslustundir, kennt í apríl.
Svæðisleiðsögunám, 264 kennslustundir kennt á þremur önnum, hefst í febrúar.
Grunnnám skólaliða, 70 kennslustundir, hefst í febrúar.
Suðumaðurinn, 150 kennslustundir, hefst í febrúar.
Á kynningunni verður farið stuttlega yfir hverja námsleið fyrir sig, fyrirkomulag og áherslur, en síðan gefst fólki kostur á að ræða nánar við umsjónarmenn þess náms sem það hefur sérstakan áhuga á.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta og sjá hvort þarna eru ekki einhver tækifæri.
Allar frekari upplýsingar í síma: 456-5025.