Fólk hvatt til að greiða félagsgjöld stéttarfélaga

Fólk hvatt til að greiða félagsgjöld stéttarfélaga

Með því að greiða félagsgjald til stéttarfélaga þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi heldur viðkomandi ýmsum réttindum hjá félaginu.

„Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki.

Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú ýmsum réttindum þínum hjá félaginu.
Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi fyllir þú út umsóknareyðublað um greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði eða hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þá þarf að merkja við að þú viljir að félagsgjöld séu dregin af viðkomandi greiðslum. Með því að greiða ekki félagsgjald tapast ýmis mikilvæg réttindi".