Fjármálaráðherra boðar niðurskurð eftir niðurskurð

Fulltrúar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna bjuggust ekki við að Árni Mathiesen fjármálaráðherra boðaði fagnaðarerindi af neinu tagi í ræðu sinni í dag en myndin sem hann dró upp af ástandinu var greinilega enn svartari en margir höfðu búist við að sjá. Hann áætlaði að heildartekjur ríkissjóðs myndu dragast saman um fjórðung árið 2009, miðað við samsvarandi tölur í ár. Þar vegur þyngst að stofnar tekjuskatts og fjármagnstekna rýrna um meira en helming og allir skattstofnar dragast saman. Sjá nánar

http://www.samband.is/news.asp?id=366&news_id=1366&type=one