Fjölbreytt námsúrval hjá Starfsmennt 9.1.2013

Fjölbreytt námsúrval hjá Starfsmennt

9.1.2013

Opnað hefur verið fyrir skráningu á öll námskeið vorannar hjá Starfsmennt og er úrvalið fjölbreytt að vanda. Þverfagleg námskeið, starfstengt nám, farandfyrirlestrar og tölvunámskeið eru meðal þess sem boðið er uppá.

Að venju er allt nám félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og í flestum tilfellum opið öðrum gegn gjaldi. Á vef Starfsmenntar má sjá þau námskeið sem boðið er upp á auk nánari upplýsingar um nám og þá þjónustu sem boðið er upp á.