Endurbætur á orlofshúsi félagsins í Munaðarnesi

Ágætu félagsmenn. 

Endurbætur hafa staðið yfir á orlofshúsi félagsins í Munaðarnesi Vörðuás 20.  Bústaðurinn var orðinn ansi gamall og þreyttur og þarfnaðist viðhalds.  

Endurbæturnar fólust í að skipta um lagnir og rafmagn.  

Skipt var um klæðningu og settur nýr hvíttaður panill á veggi. Nýtt parket, innihurðir og ný eldhúsinnrétting ásamt húsbúnaði.  

Vonar stjórn félagsins ásamt stjórn orlofssjóðs að endurbætur á orlofshúsi félagsins í Munaðarnesi verði félagsmönnum F.O.S.Vest til heilla og ánægju.  

Myndir frá bústaðnum má einnig skoða inná heimasíðu www.samflots.is undir orlofshús.